Nú er ljós að Ricky Henderson sem Tindastóll hafði samið við um að leika með liðinu í vetur, mun ekki koma eins og til stóð. Var kappinn dæmdur í rétti í Detroit í gær til 30 daga samfélagsþjónustu, fyrir aðild að þjófnaði í Michigan fylki í sumar.
Mál þetta kom upp í síðustu viku, en þá kvaðst Ricky vera alsaklaus og aðeins að bera vitni gegn kunningja sínum sem mun hafa stolið verðmætum á heimavist. Það fór þó á annan veg og var kappinn dæmdur sem vitorðsmaður.
Hvorki umboðsmanni Henderson eða Tindastólsmönnum var kunnugt um þetta athæfi enda segir Karl Jónsson þjálfari liðsins að hefði þetta legið fyrir hefði aldrei verið samið við leikmanninn.
Leit er nú hafin að nýjum bandaríkjamanni, en ljóst að Tindastóll mun leika án slíks leikmanns í fyrstu leikjum tímabilsins.
Mynd: www.tindastoll.is



