ÍG vann Leikni í Hagaskóla 2. deild karla í dag 80 – 87. Leikurinn var jafn allan tíman en í stöðunni 77 – 79 og ein mín eftir fékk Hilmir Hjálmarsson í Leikni dæmdar á sig 2 tæknivillur og var rekinn úr húsi. ÍG skoraði 8 stig í röð og kláruðu leikinn.
Stigahæstir í ÍG voru Bergvin Ólafarson með 22 og Ásgeir Ásgeirsson með 20 og hjá Leikni Einar Hansberg Árnason með 18 og Hallgrímur Tómasson með 17.
Þegar liðin hafa leikið 2 leiki í A riðli 2. deildar er ÍG á toppnum og hefur ekki tapað leik en Leiknir hefur unnið 1 og tapað 1.



