Félag Litháa, Lituanica vann sinn fyrsta sigur í sögunni í dag þegar liðið sigraði Kkf. Þóri í Hagaskóla 82-69. Sigurinn var nokkuð öruggur og leiddu Litháarnir með 22 stigum í hálfleik.
Stig Lituanica skiptust þannig, Martynas Klevas,Rokas Petkus og Marius Avlas skoruðu 17 stig hver, Marius Vaisvilas 15, Antanas Mazonas 9, Liudas Pekarskis 6 og Jurijus Teterevas 1. Helgi Þorvaldsson var stigahæstur Þórismanna með 21 stig, Davíð Hreiðarsson skoraði 16 og Viðar Tulinius skoraði 12.
Myndir úr leiknum má sjá á heimasíðu félags Litháa.
Mynd: www.rykliena.com



