Valur vann Keflavík 79-75 í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi en leikið var í Vodafone-höllinni.
Stigahæst hjá Val var Hrund Jóhannsdóttir en hún skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Næst henni var Sakera Young með 14 stig.
Hjá Keflavík skoraði Viola Beybeyah 28 stig og tók 12 fráköst. Marín Rós Karlsdóttir bætti við 12 stigum hjá Keflavík.
Eftir leik þar sem Valur var ávallt yfir og leiddi með allt að 20 stigum um tíma í seinni hálfleik náðu Keflvíkingar að minnka muninn hressilega.
Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins tveimur stigum 77-75 en Valskonur héldu þetta út og unnu með fjórum stigum 79-75.
Var þetta fyrsti sigurleikur Vals í vetur en Keflvíkingar hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum.



