Eins og kom fram á karfan.is í gærkvöldi þá er Amani bin Daanish á heimleið frá Grindavík. En nú er spurningin hvort heim í hans orðaforða er Sauðárkrókur. Altént er greint frá því á heimasíðu Tindastóls að kappinn hefur samið við liðið og mun mæta á Krókinn í dag.
Karl Jónsson þjálfari liðsins segir á heimasíðu þeirra: „Við vorum að vinna í okkar útlendingsmálum og virtumst enn einu sinni hafa rekist á vegg í þeim efnum þegar þetta kom upp. Í ljósi stöðunnar sem við erum í fannst okkur þetta vera áhugaverður kostur, hann kemur til okkar í kvöld og á að vera orðinn löglegur leikmaður okkar á föstudaginn gegn Hamri.“
Meira má finna á heimasíðu Tindastóls.
Mynd: Hjalti Árnason



