Fjórðu umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum sem allir unnust á heimavelli. Kanalausir Grindvíkingar máttu enn eina ferðina sætta sig við ósigur í DHL-Höllinni en KR vann þar fjórða deildarleikinn sinn í röð og er áfram á toppnum með Stjörnunni og Njarðvík. Lokatölur í Vesturbænum voru 84-82 KR í vil.
Úrslit kvöldsins í IE deild karla:
Keflavík 90-76 Snæfell
KR 84-82 Grindavík
Hamar 80-68 Tindastóll
Þá vann Skallagrímur 12 stiga sigur á Ármanni í kvöld 83-71 í 1. deild karla.



