spot_img
HomeFréttirLakers töpuðu, Cavs og Celtics unnu

Lakers töpuðu, Cavs og Celtics unnu

Meistarar LA Lakers máttu sætta sig við tap gegn Dallas Mavericks í öðrum leik sínum í nótt. Á meðan unnu Cleveland sinn fyrsta sigur eftir töp í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og Boston vann öruggan sigur á Chicago og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Loks má geta þess að Charlotte Bobcats vann New York Knicks í tvíframlengdum spennuleik.

 

Lakers – Dallas 80-94

 

Meistarnir áttu afar dapurt kvöld þar sem þeir töpuðu illa á eigin heimavelli. Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum því að Lakers réttu úr kútnum undir lokin. Sóknarleikur þeirra var í molum þar sem þeir hittu illa og misstu boltann trekk í trekk. Á meðan voru Dirk Nowitzki og félagar hans í góðum gír, en Þjóðverjinn öflugi fór fyrir sínum mönnum ein og oft áður með 21 stigi og 10 fráköstum. Kobe Bryant var með 20 fyrir Lakers, en hitti illa. Andrew Bynum var einna bestur í þeirra röðum, en miðherjinn ungi var með 14 stig og tíu fráköst.

 

Minnesota – Cleveland 87-104

 

Cleveland byrjaði leiktíðina með tveimur töpum, en rétti eilítið úr kútnum með sannfærandi sigri á Minnesota í nótt. LeBron James fór auðvitað fyrir Cavaliers með 24 stigum og er sennileg feginn að fá fyrsta sigur leiktíðarinnar í hús. Shaquille O‘Neal lét lítið fyrir sér fara, enda hvíldi hann lengst af leiks. Hjá Minnesota var það nýliðinn efnilegi Jonny Flynn sem var atkvæðamestur með 17 stig.

 

Boston – Chicago 118-90

 

Eftir spennandi einvígi liðanna í úrslitakeppnni síðasta vor hafa margir átt von á miklum baráttuleik, en svo fór ekki. Celtics fóru sínu fram og kláruðu leikinn rétt eftir hálfleik. Allen, Pierce og Garnett voru auðvitað í fremstu röð þeirra grænu, en Rajon Rondo átti góðan leik með 16 stoðsendingar og stórskyttan Eddie House fann fjölina sína og skoraði 22 stig.

 

Boston hafa því unnið fyrstu þrjá leiki sína og virðast til alls líklegir í vetur.

 

Úrslit næturinnar:


Milwaukee 86

Philadelphia 99

 

New York 100

Charlotte 102

 

Washington 89

Atlanta 100

 

Toronto 107

Memphis 115

 

Miami 96

Indiana 83

 

Sacramento 92

New Orleans 97

 

Chicago 90

Boston 118

 

Orlando 95

New Jersey 85

 

Cleveland 104

Minnesota 87

 

Oklahoma City 91

Detroit 83

 

LA Clippers 98

Utah 111

 

Golden State 101

Phoenix 123

 

Dallas 94

LA Lakers 80

Tölfræði leikjanna

Mynd/AP

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -