Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður UMFN, er þriggja stiga kóngur Stjörnuhelgarinnar en fjórir kepptu til úrslita í þriggja stiga keppninni. Þeir Magnús, Andre Dabney, Guðjón Skúlason og Sean Burton.
Dabney reið á vaðið og setti niður 9 stig. Næstur var Guðjón einnig með 9 stig og þriðji var Magnús Þór og hann náði 16 stigum. Sean Burton var síðastur í röðinni var leikstjórnandi Snæfells, Sean Burton, og hann veitti Magnúsi verðuga keppni og náði 15 stigum.
Magnús er því þristakóngur 2009 og skyldi engan undra!



