LeBron James skoraði 44 stig fyrir Cleveland Cavaliers í sigri á Oklahoma City Thunder í nótt, en Cavs hafa verið að ná sér á strik að undanförnu eftir brokkgenga byrjun. Þá unnu Memphis Grizzlies óvæntan stórsigur á Miami Heat þar sem Rudy Gay skoraði 41 stig.
Hér eru úrslit næturinnar/Tölfræði:
Toronto 101 Houston 88
Atlanta 130 New Jersey 107
Miami 90 Memphis 118
Oklahoma City 89 Cleveland 102
LA Clippers 90 San Antonio 115



