Nýliðaval NBA deildarinnar fór fram í nótt í Barclays Center í New York. Lítið var sem kom á óvart varðandi fyrstu þrjá valrétti liðanna, þar sem að sem að hinn ítalsk/bandaríski Paolo Banchero var valinn af Orlando Magic með fyrsta valrétt, Chet Holmgren af Oklahoma City Thunder með öðrum og Jabari Smith með þeim þriðja af Houston Rockets.
Margir höfðu spáð því að með fjórða valréttinum myndu Sacramento Kings taka Jaden Ivey. Það gerðu þeir þó ekki, völdu Keegan Murray í staðinn og Jaden Ivey fór til Detroit Pistons með fimmta valréttinum.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn voru valdir af hvaða liðum í umferðunum tveimur.



