Í kvöld klárast 11. umferð Iceland Expressar-deildar karla en það eru síðustu meistaraflokksleikirnir fyrir jól.
Í Grindavík taka heimamenn á móti ÍR-ingum og Hamarsmenn fá Keflvíkinga í heimsókn.
Í 1. deildinni eru þrír leikir þar sem ber hæst vesturlandsslagur milli ÍA og Skallagríms. Valsmenn sækja Þórsara heim og Ármenningar taka á móti Ísfirðingum.
Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.



