spot_img
HomeFréttirHelena leiddi TCU til sigurs í síðasta leik ársins

Helena leiddi TCU til sigurs í síðasta leik ársins

 
TCU háskólinn mætti Houston skólanum í gær á síðasta degi ársins 2009. Skemmst er frá því að segja að Helena Sverrisdóttir kvaddi glæst ár 2009 með miklum glans er hún var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig í 66-61 sigri.
Helena var einnig með 6 fráköst, 2 stoðsendingar og eitt varið skot í leiknum á þeim 36 mínútum sem hún lék í liði TCU. Helena og félagar hafa því unnið sex af níu leikjum sínum á tímabilinu og hafa unnið allar viðureignir sínar til þessa gegn skólum á Texas svæðinu en það er í fyrsta skipti sem sú staða er uppi á teningnum hjá TCU.
 
Aðeins vantar nú 15 stig uppá hjá Helenu til þess að verða ellefti leikmaðurinn í sögu TCU til þess að ná 1000 stigum og þá eru líka aðeins sex stoðsendingar í að hún komist í 300 klúbb skólans.
 
Næsti leikur TCU er 2. janúar gegn Texas A&M Corpus Christi á heimavelli sínum í Fort Worth í Texas.
 
Fréttir
- Auglýsing -