spot_img
HomeFréttirLinda Hlín körfuknattleiksmaður Þórs 2009

Linda Hlín körfuknattleiksmaður Þórs 2009

 
Á opnu húsi í Hamri í gær var Linda Hlín Heiðarsdóttir kjörin körfuknattleiksmaður Þórs 2009. Linda hefur verið einn af burðarásum í kvennaliði Þórs til margra ára og það sem af er tímabili hefur Linda staðið sig frábærlega.
Þór situr í 3. sæti 1. deildar kvenna um þessar mundir með 8 stig eftir 4 sigra í 7 leikjum.
 
Ljósmynd/ Páll Jóhannesson
Fréttir
- Auglýsing -