María Ben Erlingsdóttir og félagar í bandaríska skólaliðinu UTPA fengu skell strax á nýju ári þegar liðið heimsótti Oklahoma State skólann. Lokatölur leiksins voru 84-31 Oklahoma í vil og var þetta ekki í fyrsta sinn sem UTPA fær slíkan skell á tímabilinu.
María var í byrjunarliðinu og náði ekki að komast á blað en hún lék aðeins 6 mínútur í leiknum. Ósigurinn var sá þrettándi á tímabilinu hjá UTPA sem hafa aðeins unnið tvo leiki til þessa.



