Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar mættust m.a. Golden State Warriors og Denver Nuggets á heimavelli þeirra síðarnefndu og er óhætt að segja að Nuggets hafi sloppið með skrekkinn. Reynsluboltarnir í brúnni kalla ekki allt ömmu sína en liðunum stýra þeir Don Nelson og George Karl. J.R. Smith reyndist hetja Nuggets í nótt þegar hann setti niður tvö vítaskot til að tryggja sínum mönnum sigurinn.
Smith reyndi þriggja stiga skot þegar um hálf sekúnda var til leiksloka og það skot rataði ekki rétta leið og héldu Nelson og félagar í Warriors að sigurinn væri þeirra uns einn dómara leiksins dæmdi villu. Nuggets fengu þrjú vítaskot og Smith setti niður tvö þeirra til að tryggja sigurinn.
Kenyon Martin var stigahæstur í liði Nuggets með 27 stig og 13 fráköst en í liði Warriors var Corey Maggette með 35 stig og 7 fráköst.
Úrslit næturinnar:
Charlotte 113-108 Chicago
Indiana 97-90 Orlando
Philadelphia 97-104 Washington
New Jersey 76-98 Milwaukee
Dallas 98-93 Detroit
Portland 105-109 Memphis
Sacramento 109-113 Phoenix
Los Angeles Lakers 88-79 Houston
Ljósmynd/ J.R. Smith kátur í bragði.



