Í dag voru kunngerð úrvalslið Iceland Express deildanna fyrir fyrstu 11 umferðirnar. Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar og Margrét Kara Sturludóttir leikmaður KR voru valin bestu leikmenn deildanna fyrir áramót. Þá var Benedikt Guðmundsson þjálfari kvennaliðs KR valinn besti þjálfarinn og Teitur Örlygsson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar valinn besti þjálfarinn í Iceland Express deild karla.
Úrvalslið kvenna:
Heather Ezell – Haukar
Margrét Kara Sturludóttir – KR
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Hamar
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík
Signý Hermannsdóttir – KR
Besti þjálfarinn: Benedikt Guðmundsson – KR (11 sigrar í deil – 0 tapleikir)
Dugnaðarforkurinn: Shantrell Moss – Njarðvík
Sigmundur Már Herbertsson var svo valinn besti dómarinn í bæði karla- og kvennaflokki.
Úrvalslið karla:
Justin Shouse – Stjarnan
Jóhann Árni Ólafsson – Njarðvík
Marvin Valdimarsson – Hamar
Hlynur Bæringsson – Snæfell
Fannar Freyr Helgason – Stjarnan
Besti þjálfarinn: Teitur Örlygsson – Stjarnan ( 9 sigrar í deild – 2 tapleikir)
Dugnaðarforkurinn: Semaj Inge – KR
Fyrir áramót var Shouse með 27,4 stig að meðaltali í leik, 7,1 fráköst, 5,6 stoðsendingar og 28,9 í framlagsstigum. Margrét Kara var með 16,9 stig að meðaltali í leik, 6,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar og 18 framlagsstig að jafnaði í leik.
Þá voru stuðningsmenn Snæfells og KR verðlaunaðir sem bestu stuðningsmenn fyrri hlutans.






