spot_img
HomeFréttirBiðin á enda og boltinn af stað

Biðin á enda og boltinn af stað

 
Eflaust fagna margir körfuknattleiksáhugamenn þegar jólafríinu í íslenska boltanum lýkur í kvöld með fjórum leikjum í 1. deild karla. Stórleikur kvöldsins er toppslagur Skallagríms og Hauka sem hefst kl. 19:15 í Borgarnesi en allir leikir kvöldsins í 1. deildinni hefjast kl. 19:15.
Þessi tvö lið ásamt KFÍ verma efsta sæti deildarinnar öll með 16 stig og í kvöld skilja leiðir um sinn. Skallagrímur og Haukar mættust í fyrstu umferð 1. deildar þar sem Hafnfirðingar mörðu fimm stiga sigur 76-71.
 
Að Flúðum taka Hrunamenn á móti Val, Þór Akureyri fær KFÍ í heimsókn og Þór Þorlákshöfn tekur á móti nýliðum ÍA í Þorlákshöfn.
 
Einn leikur fer fram í 2. deild karla þegar Sindri tekur á móti Laugdælum kl. 20:00 á Höfn í Hornafirði.
 
Breiðablik og Ármann mætast kl. 16:30 í Smáranum í Kópavogi í bikarkeppni 9. flokks drengja og í bikarkeppninni í 10. flokki drengja mætast Stjarnan og Fjölnir kl. 19:30 í Ásgarði. Í bikarkeppninni í 11. flokki drengja taka Njarðvíkingar svo á móti kl. 20:00 í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
 
Fréttir
- Auglýsing -