spot_img
HomeFréttirHannes S. Jónsson: Eingöngu fjárhagslegs eðlis

Hannes S. Jónsson: Eingöngu fjárhagslegs eðlis

Nú í dag kynnti KKÍ talsverðar breytingar í landsliðsstarfi sínu, sem eru tilkomnar vegna þess efnahagsástands sem hér ríkir.  Karfan.is tók Hannes S. Jónsson formann KKÍ tali og fræddist frekar um ástæður þess að svo sé komið.
Hverjar eru ástæður þess að stjórn KKÍ ákvað að skrá ekki A-landslið eða unglingalandslið í Evrópukeppni á þessu ári?
Þetta eru eingöngu fjárhagslegs eðlis og lítum við á það sem ábyrgðaleysi eins og staðan er í dag að skuldbinda sambandið í enn frekari fjárhagsskuldbindingar með því að senda A-lið karla og kvenna í Evrópukeppni sem spannar tvö ár  og yngri liðin næsta sumar.
Í ljósi þess hversu erlendir gjaldmiðlar eru óhagstæðir í dag þá mun kostnaður við þátttöku í EM stefna fjárhag sambandsins í hættu miðað við þær tekjur sem verið er að fá í dag og útlitið er ekki bjart um að von sé á auknum tekjum á næsta ári/árum miðað við stöðuna í þjóðfélaginu. Einnig er mjög kostnaðarsamt að taka þátt í Evrópukeppni yngri landsliða þrátt fyrir að einstaklingar í yngri landsliðum hafa þurft að greiða allt að 50-60% af sínum kostnaði við þátttöku í Evrópukeppnum.

Er ekki í raun verið að leggja niður landsliðsstarf KKÍ
Mikill metnaður er að halda áfram því öfluga starfi sem unnið hefur verið undanfarin ár hjá okkur og það er langt frá því að verið sé að leggja niður landsliðsstarfið og vona ég að allir geri sér grein fyrir að svo er ekki. A-landslið karla fer á Noðurlandamót á þessu ári í Svíþjóð , A-landslið kvenna mun spila æfingaleiki við Noreg og Danmörk á þessu ári eða byrjun næsta árs, U18 ka&kv og U16 ka&kv fara á NM, U15 drengir taka þátt í óopinberu NM í Kaupmannahöfn í byrjun sumar og stúlkurnar í U15 spila æfingaleiki við Dani á sama tíma , og vonumst við til að í framtíðinni mun þetta mót í Kaupmannahöfn einnig vera fyrir stúlkur. Úrvals – og afreksbúðir KKÍ verða áfram með svipuðu sniði og undanfarin og svo hefðbundar landsliðsæfingar hjá öllum landsliðum. Svo stefnum við að því að endurvekja átak í sérþjálfun fyrir hávxna leikmenn. Það verða því spilaðir að lágmarku um 40 landsleikir á þessu ári og nokkur hundruð einstaklinga frá 12ár aldri og uppúr sem munu taka þátt í afreksstarfi KKÍ á árinu 2010 þannig að það er ekki verið að legja niður landsliðsstarfið það er ljóst.

Körfuknattleiksáhugamenn hafa vanist að sjá 4-5 landsleiki í sumarlok, verður ekki erfitt að sjá á baki þessum landsleikjum hér á landi?
Jú það er mjög sárt að geta ekki gefið landsmönnum tækifæri á því að sjá landsliðin okkar spila leiki á heimavelli þar sem allir þessir leikir verða á erlendri grundu á árinu.

Hefur þessi ákvörðun eitthvað með það að gera að markmið í landsliðsstarfi hafa ekki náðst síðustu árin?
Mörg markmið að hafa náðst og sum ekki á undanförnum árum og þessi ákvörðun er eingöngu fjárghagslegs eðlis eins og ég tók fram fyrst, úrslit móta eða leikja á undanförnum árum kemur ekki nálægt þessari ákvörðun.

Hvenær má vænta þess að sjá landsliðin aftur í Evrópukeppni?
Vonandi sem fyrst en þetta fer mikið eftir fjárhagsstöðunni. Í dag er stefnt að því að 1-2 yngri lið taki þátt sumarið 2011 og vonandi munu A-landsliðin geta tekið þátt í Evrópukeppninni sem hefst 2012.
Ríkisvaldið þarf t.d. að styðja mun betur fjárhagslega við íþróttahreyfinguna þrátt fyrir að undanfarin ár hafi ráðmenn gert sér betur grein fyrir því og t.d.fá sérsamönd innan ÍSÍ í sérstakan ríkisstyrk sem því miður er ekki há upphæð miðað við umfang hreyfingarinnar. Það er staðreynd að hér  á landi að hið opinbera setur mun minna fjármagn til íþróttanna en í nágrannalöndum okkar. Ég vona svo sannarlega að þeir sem fara með stjórn ríksfjármála muni enn frekar styðja við bakið á afreksstarfinu á næstu árum þrátt fyrir það ástand sem þjóðin er í núna.
Keppnisfyrirkomulag FIBA-Europe hjá A-landsliðum  karla og kvenna er mjög sérstakt og að mörgu leyti mjög óhagstætt.
Að okkar mati ásamt fleirum þyrfti keppnisfyrirkomulagið að vera með öðrum hætti og er Ísland ásamt Norðurlandaþjóðunum að vinna í því að að ná breytingum í gegn. Fleiri þjóðir hafa einnig verið að vakna síðustu ár til vitundar með að breyta þurfi keppnisfyrirkomulaginu og að hafa fleiri „glugga“ fyrir landsliðin, þar á meðal eru  stórar körfuboltaþjóðir eins og Litháen, Þýskaland og Lettland

Dregur KKÍ starf sitt saman að einhverju öðru leyti en í landsliðsstarfi?
Að sjálfsögðu er allra leiða leitað til að hagræða hjá sambandinu eins og flestum öðrum í landinu um þessar mundir. En að öðru leyti en þessu með Evrópukeppnirnar verður allt áfram með sama sniði og verið hefur hjá okkur,  vonandi getum við bætt

 
Fréttir
- Auglýsing -