spot_img
HomeFréttirLogi með stórleik

Logi með stórleik

Logi Gunnarsson virðist loksins vera að finna sig í Frakklandi en í gær sigraði lið hans St. Etiénne lið Denain 93. Denain er eitt af toppliðum deildarinnar og því mikilvægur sigur fyrir St Etienne. 
Logi hefur til þessa fengið takmörkuð tækifæri en í gær fékk kappinn kallið og byrjaði inná í skotbakvarðastöðunni. Drengurinn þakkaði pent fyrir sig og skoraði 22 stig á 28 mínútum og 13 þessara stiga skoraði hann á fyrstu fjórum mínútum leiksins. ,,Loksins fékk ég tækifærið sem ég hef verið að bíða eftir og ég tel mig hafa nýtt það mjög vel. Þetta er vonandi upphafið að einhverju góðu," sagði Logi í samtali við Karfan.is.
 
St. Etiénne er í 14. sæti deildarinnar sem stendur en deildin er mjög jöfn og stutt er á milli 14. sætis og upp í að komast í 8. sæti sem myndi gefa möguleika á úrslitakeppni. 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -