Blake Griffin, sem LA Clippers tóku með fyrsta valrétti í síðasta nýliðavali, verður ekkert með á þessu keppnistímabili.
Griffin, sem var álitinn langbesti leikmaðurinn í ansi góðum árgangi, hefur ekki leikið neitt eftir að hafa brotið hnéskel í leik á undirbúingstímabilinu og eftir skoðun á dögunum var ákveðið að senda strákgreyið í aðgerð sem gerir út um tímabilið hjá honum.
Þessi óheppni Griffins þykir minna óþægilega á Greg Oden, sem Portland valdi með fyrsta valrétti tveimur árum áður. Oden hefur ekki náð sér á strik síðan og er nú einnig búið að afskrifa hann þetta tímabil.
Þetta er mikið ólán fyrir hið glataða lið Clippers sem hefur tvisvar verið yfir 50% vinningshlutfalli síðustu 30 ár og einu sinni komist í úrslitakeppnina frá árinu 1984.
Clippers hafa síðan ekki beint verið að gera góða hluti í nýliðavali síðustu ár þrátt fyrir að eiga góða valrétti á hverju ári. Er næsta víst að forsvarsmenn liðsins liggja á bæn yfir að Griffin nái sér og komi sterkur inn að ári.



