Í gærkvöldi lauk þrettándu umferð í Iceland Express deild kvenna þar sem topplið KR bætti enn einni rósinni í hnappagatið með stórsigri á Hamri. Hægt er að segja að KR hafi hefnt rækilega fyrir ófarirnar eftir viðureign liðanna í Subwaybikarnum. Þá kom einnig í ljós að í næstu umferð munu Haukar og Keflavík mætast í Toyotahöllinni í hreinum úrslitaleik um hvort liðið hreppir fjórða og síðasta sætið í A riðli þegar deildinni verður skipt upp.
Þar sem Hamar tapaði í DHL-Höllinni og Grindavík unnu heima urðu sætaskipti á liðunum þar sem Hamar færðist niður í 3. sæti með 16 stig en Grindavík hoppaði upp í 2. sætið með 18 stig.
Engum dylst að Heather Ezell leikmaður Hauka var fyrirferðamesti leikmaður umferðarinnar með risavaxna þrennu gegn Njarðvík. Ezell dúndraði niður 40 stigum, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar og fékk 58 stig í framlagseinkunn.
Þá mættu Valskonur með nýjan leikmann á Íslandsmótið en sú heitir Dranadia Roc og lét fyrir sér finna í Röstinni með 28 stig í leik sem Valur tapaði.
Úrslit umferðarinnar:
KR 77-49 Hamar
Haukar 94-65 Njarðvík
Grindavík 69-59 Valur
Snæfell 65-81 Keflavík
Stigahæstu leikmenn umferðarinnar:
Heather Ezell – Haukar – 40 stig
Shantrell Moss – Njarðvík – 30 stig
Dranadia Roc – Valur – 28 stig
Petrúnella Skúladóttir – Grindavík – 21 stig
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík – 19 stig
Jenny Finora – KR – 18 stig
Kristrún Sigurjónsdóttir – Hamar – 18 stig
Sherell Hobbs – Snæfell – 17 stig
Staðan í helstu tölfræðiþáttum eftir þrettándu umferð:
Heather Ezell – Haukar – 31,6 stig að meðaltali í leik
Hildur Sigurðardóttir – KR – 6,1 stoðsending að meðaltali í leik
Helga Hallgrímsdóttir – Grindavík – 11,3 fráköst að meðaltali í leik
Heather Ezell – Haukar – 4,5 stolnir boltar að meðaltali í leik
Heather Ezell – Haukar – 32,4 framlagsstig að meðaltali í leik
Michele DeVault – Grindavík – 87,3% vítanýting að meðaltali í leik
Kristi Smith – Keflavík – 58,3% tveggja stiga nýting að meðaltali í leik
Heather Ezell – Haukar – 36,6% þriggja stiga nýting að meðaltali í leik
Staðan í deildinni:
KR 13/0 26
Grindavík 9/4 18
Hamar 8/5 16
Keflavik 7/6 14
Haukar 6/7 12
Njardvik 4/9 8
Snæfell 3/10 6
Valur 2/11 4



