Fjölnir vann Grindavík í kvöld 109-111 í framlengdu leik í Röstinni. Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur hjá Fjölni með 33 stig en það var Tómas Tómasson sem reyndist hetja Fjölnismanna en hann skoraði fjögur síðustu stig liðsins og kom þeim í 109-111. Darrel Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 38 stig.
Njarðvík vann stórsigur fyrir norðan þegar þeir heimsóttu Tindastól. Lokatölur 80-106 þeim grænu í vil. Stigahæstur hjá Njarðvík var Jóhann Ólafsson með 18 stig en hjá heimamönnum skoraði Michael Giovacchini 19 stig.
Á Selfossi höfðu Hamarsmenn betur í suðurlandsslag 78-91. Andre Dabney skoraði 35 stig fyrir Hamar og Richard Williams skoraði 27 stig fyrir heimamenn.
Einn leikur er í 1. deild karla en það er viðureign Hattar og Þórs frá Akureyri. Að vanda er engin tölfræði í beinni og því verður reynt að grafa upp úrslit seinna í kvöld.
Mynd: Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld og skoraði 33 stig – Tomasz Kolodziejski



