spot_img
HomeFréttirHM2010: Yao Ming verður ekki með

HM2010: Yao Ming verður ekki með

Yao Ming, leikmaður Houston Rockets og kínverska landsliðins, hefur útilokað að spila með Kína á heimsmeistaramótinu í Tyrklandi í haust. Yao Ming sem hefur ekkert leikið með Houston Rockets í NBA-deildinni í vetur vegna fótbrots eins og flestir vita, hefur gefið það út að hann verði ekki orðin klár fyrir HM.
 
Yao sagði í samtali við kínverska vefmiðilinn sohu.com að hann geti ekki hafið æfingar fyrr en í júlí í fyrsta lagi og það verði of seint til þess að koma sér í gírinn fyrir HM. En keppnin hefst 28. ágúst og stendur til 12. september.
 
Hann telur þetta of skamman tíma fyrir sig en þessi ákvörðun kemur svo sem ekkert á óvart en hann hefur átt við mikil meiðsli að stríða undanfarin ár. Yao sagði að einn leikmaður væri ekki aðalatriðið og því ættu aðrir að nýta tækifærið. ,,Ég vona að þetta veiti ungum leikmönnum tækifæri til að sýna sig. Körfubolti er leikur einingar en ekki einstaklingsins,” sagði Yao og bætti við. ,,Ég vona að fólk veiti íþróttinni og landsliðinu í heild meiri athygli en ekki aðeins einum eða tveim leikmönnum.”
 
Þetta er mikið reiðarslag fyrir kínverska landsliðið sem og heimsmeistaramótið en Yao Ming er einn vinsælasti íþróttamaður heims og hefur fjarvera hans mikil áhrif á allan undirbúning kínverska liðsins.
 
Kína er í C-riðli ásamt heimamönnum í Tyrklandi, Rússlandi, Púertó Ríkó, Fílabeinsströndinni og Grikklandi.
 
Tengdar fréttir:
 
 
Fréttir
- Auglýsing -