spot_img
HomeFréttirJakob og Sundsvall aftur á beinu brautina

Jakob og Sundsvall aftur á beinu brautina

 
Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar sem Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons komust aftur á beinu brautina með 92-79 heimasigri á Boras.
Jakob Örn og Andrew Spagrud voru stigahæstir í liði Sundsvall báðir með 23 stig í leiknum. Eftir sigurinn í gær hafa Sundsvall nú 38 stig í 3. sæti deildarinnar en Norrköping er á toppnum með 42 stig og í 2. sæti er Plannja með 42 stig.
 
Helgi Már Magnússon og liðsfélagar hans í Solna Vikings mæta Södertalje á útivelli í kvöld en Solna er í 4. sæti sænsku deildarinnar með 36 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -