Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þegar KFÍ tók á móti Hrunamönnum á Ísafirði. Heimamenn unnu stórsigur á gestum sínum 94-65 þar sem Denis Hvalec var atkvæðamestur í liði KFÍ með 21 stig.
Hjá Hrunamönnum var Atli Örn Gunnarsson með 20 stig og 9 fráköst en þetta var ellefti ósigur Hrunamanna í deildinni og sitja þeir á botninum án stiga.
KFÍ hefur nú 20 stig á toppi deildarinnar en Haukar hafa 18 stig í 2. sæti og eiga leik til góða.
Ljósmynd/ kfi.is: Leikhlé hjá Ísfirðingum sem nú verma toppsæti deildarinnar.



