Í mörg horn var að líta þessa helgina þar sem 8-liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna fóru fram. Einn leikur er eftir í 8-liða úrslitum í karlaflokki en þar mætast Keflavík og Njarðvík í Toyotahöllinni annað kvöld. Framlengingu þurfti til þess að útkljá hvort Snæfell eða Fjölnir færu áfram en heimamenn í Hólminum reyndust sterkari í lokin og unnu 100-96.
Lokatölur í 8-liða úrslitum:
KVK:
Snæfell 61-84 Haukar
Njarðvík 83-48 Þór Akureyri
Fjölnir 86–68 Laugdælir
Keflavík 86-72 Hamar
KK:
Breiðablik 87-94 ÍR
Snæfell 100-96 Fjölnir
Tindastóll 86-96 Grindavík
Keflavík-Njarðvík (fer fram á morgun)
Þessi lið skipa þá undanúrslitin í bikarnum:
KVK:
Njarðvík
Fjölnir
Haukar
Keflavík
KK
ÍR
Grindavík
Snæfell
Keflavík/Njarðvík ?
Ljósmynd/ Ómar Sævarsson og Grindvíkingar eru komnir áfram eftir sigur á Tindastól í kvöld.



