Horsens IC sem Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson leika með heimsótti SISU til Kaupmannahafnar og tapaði 87-79. Sigurður lék í tæpar 11 mínútur í leiknum og tókst að fá fimm villur en hitti úr hvorugu þriggja stiga skoti sínu. Halldór lék í rúmar 7 mínútur og tók ekki skot á körfuna en tók 1 frákast. Þess má geta að þjálfari Horsens IC er Kenneth Webb sem þjálfaði Skallagrím á sínum tíma.
Næstu leikir Íslendingaliðanna eru á miðvikudag og fimmtudag, á miðvikudag er Árósaslagur þegar Åbyhøj tekur á móti Bakken Bears en með Bakken leikur Guðni Valentínusson. Á fimmtudag tekur svo Horsens IC á móti botnliði Randers í sjónvarpsleik á DK4.
Mynd: Thorbjørn Wangen



