spot_img
HomeFréttirTroðslukeppnin: Nate Robinson fær tækifæri til að slá met

Troðslukeppnin: Nate Robinson fær tækifæri til að slá met

Línur eru farnar að skýrast fyrir troðslukeppni NBA. Ljóst er að Nate Robinson fær tækifæri á að verja titil sinn og slá met með þriðja sigrinum, Shannon Brown, bakvörður LA Lakers, sem hefur vakið mikla athygli fyrir tilþrif sín í vetur og var hrundið af stað herferð til að koma honum inn í keppnina., og Gerald Wallace framherji Charlotte Bobcats.
Fjórða og síðasta sætið er frátekið fyrir annað hvort nýliða Toronto, DeMar DeRozan, eða Eric Gordon frá LA Clippers, en þeir munu bítast um sætið með tveggja troðslu einvígi í hálfleik nýliðastjörnuleiksins.
 
Ó-óvæntasta fréttin sem tengist troðslukeppninni er sú að LeBron James gaf ekki kost á sér í slaginn. Hann hefur verið volgur allt frá því að hann kom inn í deildina fyrir sex árum, en alltaf skautað listilega frá þegar á hólminn er komið.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -