spot_img
HomeFréttirÚrslit: Keflavík vann sætið í A-riðli

Úrslit: Keflavík vann sætið í A-riðli

 
Síðustu umferðinni í Iceland Express deild kvenna áður en skipt verður í riðla var enda við að ljúka þar sem Keflavík lagði Hauka í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í A-riðli. Það verða því KR, Grindavík, Hamar og Keflavík sem skipa A-riðil.
Haukar, Njarðvík, Snæfell og Valur munu því skipa B-riðil og munu þessi lið einvörðungu leika innbyrðis í riðlinum uns kemur að úrslitakeppninni.
 
Keflvíkingar eru í feikna stuði á heimavelli um þessar mundir, karlaliðið hefur nýverið kjöldregið þar Stjörnuna og Njarðvík og í kvöld vann kvennalið Keflavíkur sinn annan stóra sigur á heimavelli. Keflavík lagði Hamar í bikarnum á dögunum og í kvöld höfðu þær betur gegn Haukum í slag um síðasta sætið í A-riðli. Lokatölur voru 85-65 Keflavík í vil þar sem Kristi Smith setti niður 28 stig. Hjá Haukum var Heather Ezell með 24 stig.
 
Önnur úrslit í kvöld:
Valur 45-74 KR
Hamar 90-58 Snæfell
Njarðvík 90-101 Grindavík
 
Þá mættust Ármann og Þór Þorlákshöfn í Laugardalshöll þar sem gestirnir fóru með stórsigur af hólmi, 78-127! Richard Field fór mikinn í liði Þórs með 42 stig og 17 fráköst. Hjá Ármanni var Daði Berg Grétarsson með 15 stig.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -