Einn leikur er á dagskrá í 1. deild karla í kvöld en þá leggja Valsmenn land undir fót þegar þeir heimsækja Skallagrím í Borgarnes. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Fjósinu.
Dýrmæt stig verða í boði í Fjósinu en Skallagrímur og Valur eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar, bæði lið með 16 stig. Ekki má mikið út af bera því aðeins eitt stig skilur liðin að í innbyrðisbaráttunni þar sem Borgnesingar hafa betur. Skallagrímur vann fyrri leik liðanna 61-62 í Vodafonehöllinni svo Valsmenn þurfa tveggja stiga sigur í kvöld til þess að ná innbyrðisviðureigninni upp í sínar hendur.
Einn leikur er svo á dagskránni í 2. deild karla þegar ÍBV tekur á móti Sindra kl. 20:30 í Vestmannaeyjum.
Tveir leikir eru á dagskránni í bikarkeppninni í 10. flokki drengja. Breiðablik fær Njarðvík í heimsókn í Smárann kl. 19:30 og KR tekur á móti Haukum í DHL-Höllinni kl. 20:00. ÍR og Keflavík eigast svo við í bikarkeppninni í 9. flokki kvenna og fer leikurinn fram í Seljaskóla kl. 20:30.



