spot_img
HomeFréttirMarín puttabrotin

Marín puttabrotin

 Marín Rós Karlsdóttir leikmaður Keflavíkur er puttabrotinn og mun gangast undir aðgerð í dag vegna þessa. Marín hlaut þessi meiðsl í bikarleiknum gegn Hamar í síðustu viku. 
 Marín spilaði ekki með liði Keflavíkur í gær sem sigraði Hauka nokkuð sannfærandi. Marín hefur gert 6.6 stig í liði Keflavíkur í vetur og staðið sig með prýði. Ekki er vitað sem stendur hversu lengi Marín verður frá en gera má ráð fyrir í það minnsta 2 til 3 vikur. 
Fréttir
- Auglýsing -