Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld, Valsmenn heimsóttu Skallagrím í Fjósið og unnu 89-83 og komust þar með í þriðja sæti deildarinnar, upp að hlið Hauka.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en undir lok þriðja leikhluta sigu Valsarar aðeins framúr og höfðu 6 stiga sigur. Stigahæstur þeirra var Byron Davis með 23 stig og næstur kom Sigurður Friðrik Gunnarsson með 16. Hjá heimamönnum var þjálfarinn Konrad Tota allt í öllu og skoraði 41 stig og tók 10 fráköst, næstur honum var Silver Laku með 14 stig.
1. deildin heldur svo áfram á morgun þegar topliðin tvö, Haukar og KFÍ mætast á Ásvöllum og Hrunamenn og Höttur mætast á Flúðum.
Svipmyndir frá leiknum eftir Sigríði Leifsdóttur



