Leikurinn í nótt var afar jafn og spennandi þrátt fyrir að Cavs væru án leikstjórnandans Mo Williams. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins en Cavs skoruðu síðustu sex stigin í leiknum eftir að staðan var jöfn 87-87.
"Hugarfarið verður að breytast hjá okkur þegar við erum að leika gegn svona liðum. Þau eru hörð í horn að taka og berjast út í eitt. Það er ekki það sem okkar leikur snýst um. Við þurfum þess vegna að hífa okkur upp og berjast og samt spila flottan körfubolta."
Einn annar leikur fór fram í nótt, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers með 20 stiga mun.



