spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stórleikur að Ásvöllum

Leikir dagsins: Stórleikur að Ásvöllum

 
Nokkuð er farið að hitna í 1. deild karla en að Ásvöllum í kvöld verður toppslagur þegar heimamenn í Haukum fá KFÍ í heimsókn kl. 19:15.
KFÍ situr á toppi deildarinnar með 20 stig en þar fast á hæla Vestfirðinga koma Haukar með 18 stig en Haukar eiga leik til góða á KFÍ. Vestfirðingar unnu fyrri leik liðanna 82-69 og því þurfa Haukar 14 stiga sigur í kvöld til þess að hrifsa til sín innbyrðis viðureignina.
 
Tveir aðrir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld þegar botnlið Hrunamanna tekur á móti Hetti og Þór Akureyri fær nýliða ÍA í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -