spot_img
HomeFréttirGibson tryggði Cavs sigur

Gibson tryggði Cavs sigur

Daniel Gibson tryggði Cleveland sigur á Oklahoma Thunder með 3ja stiga körfu á lokasprettinum í nótt, en hann kom inn í liðið eftir að Cavs misstu tvo leikstjórnendur, Mo Williams og Delonte West, í meiðsli með nokkurra daga millibili. Sá sem stýrði leik liðsins lengst af var þó LeBron James sem var með 12 stoðsendingar í leiknum auk 37 stiga og 9 frákasta.
 
Á meðan unnu keppinautar þeirra í austurdeildinni, Orlando Magic, góðan sigur á Charlotte Bobcats í framlengdum leik. Loks má geta þess að NJ Nets töpuðu stórt fyrir Utah Jazz og sigla hraðbyri í áttina að titlinum „versta lið í sögu NBA“.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Charlotte 95 Orlando 106
Indiana 97 Philadelphia 107
Cleveland 100 Oklahoma City 99
Miami 115 Sacramento 84
Detroit 93 Portland 97
Houston 97 Chicago 104
Milwaukee 127 Minnesota 94
Utah 116 New Jersey 83
Phoenix 112 Golden State 103
Denver 116 New Orleans 110
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -