spot_img
HomeFréttirFjölnir heldur sigurgöngunni áfram

Fjölnir heldur sigurgöngunni áfram

 
Fjölnir tók á móti Stjörnunni í 1. deild kvenna í gær og var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og staðan eftir hann 15 – 11 Fjölni í vil. Fjölnisstelpur mættu mun ákveðnari til leiks í annan leikhluta og leiddu 39 – 20 í hálfleik.
Ljóst var að það yrði erfitt fyrir Stjörnuna að vinna upp þennan mun en þær börðust ágætlega í þriðja leikhluta sem endaði 56 – 31. Sigur Fjölnis var aldrei í hættu og þær kláruðu leikinn með 76 stigum gegn 47 og eru enn ósigraðar í deildinni. Stigaskor Fjölnisstúlkna dreifðist vel og komust allar á blað sem spiluðu í leiknum.
 
 
Stig Fjölnis: Efemía Rún 16 (6 frák.), Bergdís 12 (7 frák.), Erla og Bergþóra 11 hvor, Gréta María 10 (7 stoðs. 8 frák.) Eva María 6 (7 frák.), Margrét 3, Sigrún 2, Telma 1.
 
 
Stig Stjörnunnar: Bára Hálfdánadóttir 12, Bryndís Gunnlaugsdóttir 10, Agnes, Árnína og Georgia með 6 hver, Lára R. 5 og Alla og Anna með 1 hvor.
 
 
Texti: Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -