spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fjórtánda umferð hefst í kvöld

Leikir dagsins: Fjórtánda umferð hefst í kvöld

 
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar fjórtánda umferð deildarinnar rúllar af stað. Stjarnan og Keflavík geta bæði með sigri jafnað Njarðvík og KR á toppi deildarinnar þar sem toppliðin leika ekki fyrr en annað kvöld.
Stjarnan tekur á móti Snæfell í Ásgarði, Fjölnir fær Keflavík í heimsókn og í Hveragerði mætast Hamar og ÍR en allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
 
Fyrri viðureign liðanna í deildinni sem mætast í kvöld:
 
Snæfell 81-82 Stjarnan
ÍR 95 – 69 Hamar
Keflavík 96-54 Fjölnir

Aðrir leikir dagsins

 
Fréttir
- Auglýsing -