Íslensku kapparnir í dönsku úrvalsdeildinni voru í eldlínunni um helgina. Guðni Heiðar og félagar í Bakken Bears komust aftur á beinu brautina eftir tap í síðustu viku.
Ungu leikmenn Bakken Bears með Guðna Heiðar Valentínusson innanborðs leiddu liðið til sigurs gegn Sigurði Einarssyni og félögum í Horsens. Leiknum lauk með 18 stiga sigri Bakken Bears 86-68. Guðni Heiðar lék mjög vel í leiknum og spilaði í 19 mín með 2 stig og spilaði gríðalega góða vörn og hélt bandaríska miðherja Horsen vel niðri. Sigurður Einarsson lék í 17 mín og var með 4 stig. Anders Katholm sem fyrir nokkrum árum lék með Snæfelli sá ekki til sólar í leiknum.
Eftir að hafa unnið Bakken Bears í síðustu viku hrundi Aabyhøj fast á jörðina aftur eftir tap gegn BK Amager. Ólafur Jónas Sigurðsson (Ír-ingur) spilaði 15 mín en komst ekki á blað fyrir Aabyhøj. Aðstoðarþjálfari Aabyhøj er Arnar Guðjónsson Aabyhøj er 6 sæti og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina en BK Amager er í 8.sæti.
Kristjón Daðason



