Leikstjórnandinn Andre Miller átti aldeilis stórleik í nótt þar sem hann gerði 52 stig fyrir Portland Trail Blazers í sigri á Dallas í framlengdum leik. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað á tímabiliunu, en í fyrrakvöld skoraði hann aðeins tvö stig.
Á meðan átti Gerald Wallace einnig stórleik fyrir Charlotte Bobcats, sem er óðum að styrkja sig í sessi sem eitt af efnilegri liðum deildarinnar. Bobcats unnu góðan sigur á Sacramento Kings og eru í sjötta sæti Austurdeildarinnar.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Orlando 104 Atlanta 86
Memphis 102 New Orleans 109
Washington 106 New York 96
Milwaukee 95 Miami 84
Dallas 112 Portland 114



