Jakob Sigurðarson skoraði 16 stig í sigri Sundavall á Sodertjale 71-73 í gærdag. Jakob setti niður síðustu stig Sundsvall í leiknum en hann tók einnig sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim 36 mínútum sem hann lék. Andrew Spagrud var með 21 stig fyrir Sundsvall.
Næsti leikur Sundsvall er á þriðjudag gegn Uppsala en mikil törn er framundan hjá liðinu þar sem það spilar fjóra leiki á 10 dögum.



