Sigmundur Már Herbertsson dæmir á morgun þriðjudag og á fimmtudaginn tvo leiki fyrir FIBA Europe í evrópukeppni karla og kvenna. Báðir leikirnir fara fram í Frakklandi www.kki.is greinir frá.
Fyrri leikurinn á þriðjudaginn karlaleikur og það er viðureign franska liðsins Roanne Basket gegn Banvit BC frá Tyrklandi. Þessi lið unnu sína riðla með 5 sigrum gegn 1 tapi. Leikið er í á heimavelli Roanne sem er um 35 þúsund manna bær um 90 km norðvestur af Lyon. Meðdómarar verða þeir Miguel Perez Perez frá Spáni og Bert Van Slotten frá Hollandi.
Á fimmtudaginn fer fram kvennaleikurinn en þá er leikið í Lattes í Frakklandi en það er viðureign heimastúlkna í Lattes Montpellier gegn K.V Imperial AEL frá Kýpur. Þetta er seinni leikur í 16–liða úrslitum (eight-finals). Lattes er staðsett syðst í Frakklandi og er um 16 þúsund manna hérað.
Ljósmynd/ Sigmundur Már Herbertsson dæmir fyrir Ungmennafélag Njarðvíkur á Íslandi.



