spot_img
HomeFréttirGuðni hafði betur gegn Darboe um helgina

Guðni hafði betur gegn Darboe um helgina

 
Bakken Bears heimsóttu Hørsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og lönduðu góðum útisigri og tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Guðni Valentínusson gerði fimm stig í leiknum fyrir Bakken Bears.
Lokatölur voru 71-78 Bakken Bears í vil sem eru nú í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en Svendborg Rabbits tróna á toppnum með 38 stig. Þá er leikmaður kunnur íslenskum körfuboltaáhugamönnum sem leikur með Hørsholm 79ers en það er danski landsliðsmaðurinn Adama Darboe sem gerði 6 stig í leiknum, gaf 8 stoðsendingar og tók 5 fráköst.
 
Þeir félagar Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson í Horsens IC máttu þola ósigur á heimavelli í gær þegar BK Amager kom í heimsókn. Mjótt var á mununum en BK Amager fór með 97-100 sigur af hólmi í leiknum þar sem Sigurður gerði 8 stig og stal 2 boltnum en Halldór var með 4 stig og 1 stolinn bolta.
 
Horsens eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig en á botninum sitja liðsmenn Aalborg Vikings með 10 stig.
 
Ljósmynd/ Guðni Valentínusson leikur með Bakken Bears í dönsku úrvalsdeildinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -