spot_img
HomeFréttirFjölmennasti körfuboltaleikur sögunnar í vændum?

Fjölmennasti körfuboltaleikur sögunnar í vændum?

 
Hinn árlegi Stjörnuleikur NBA deildarinnar fer fram þann 14. febrúar næstkomandi en sá dagur er betur þekktur sem Valentínusardagur. Stjörnuleikurinn í NBA deildinni hefur jafnan verið viðburðaríkur en að þessu sinni verður leikurinn sýndur í meira en 200 löndum á um 40 tungumálum.
Í ár fer Stjörnuleikurinn fram á Texas á Cowboys Stadium sem er heimavöllur hins fræga ruðningsliðs Dallas Cowboys en leikvangurinn rúmar 80.000 áhorfendur og með slíka aðsókn er ekki ósennilegt að Stjörnuleikur NBA deildarinnar 2010 verði fjölmennasti körfuboltaleikur allra tíma.
 
Þá ættu leikgestir að fá sitthvað fyrir skildinginn því Alicia Keys, Shakira og Usher troða upp á leiknum en á milli þeirra liggja einhverjir tugir Grammy-verðlauna.
 
Ljósmynd/ Dallas Cowboys Stadium er ekkert slor.
 
Fréttir
- Auglýsing -