Komið hefur í ljós að Pálmi Freyr muni ekki geta spilað það sem eftir lifir leiktíðar með körfuknattleiksliði Snæfells. Pálmi hefur glímt við meiðsli í baki sem munu vera erfið viðureignar og eftir allskonar æfingar, brögð og beygjur hefur nú verið gefið út af baksérfræðingi að þetta muni taka nokkra mánuði að ganga til baka.
Pálmi mun halda áfram að hafa stórt hlutverk innan liðsins, vera með Inga Þór og Baldri á bekknum og berja liðfélaga sína áfram á meðan hann jafnar sig.
Pálmi lék 9 leiki með Snæfells á þessari leiktíð og skoraði í þeim að jafnaði 10,1 stig að meðaltali í leik. Þá var hann með 4,3 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Texti: Símon B. Hjaltalín
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Pálmi með Hólmurum gegn Tindastól fyrr á þessari leiktíð.



