spot_img
HomeFréttirKeflavíkingar bæta við leikmanni

Keflavíkingar bæta við leikmanni

 Keflvíkingar hafa bætt við enn einum leikmanninum í sinn hóp fyrir lokaátökin í úrvalsdeildinni. Urule Igbavboa heitir kappinn en hann er stór og stæðilegur miðherji/framherji sem kemur til með að aðstoða inn í teignum. 
 Urule hóf árið í þýskalandi en meiddist fljótlega þegar tímabilið þar hófst og var í kjölfarið sagt upp. Hann hefur ekkert spilað síðan þá.  Von er á kappanum til landsins í fyrramálið og væntanlega í Keflavíkurbúning á sunnudag þegar þeir mæta Snæfell í Bikarkeppninni. 
Fréttir
- Auglýsing -