spot_img
HomeFréttirGasol með stórleik fyrir Lakers - Carter með 48 fyrir Magic

Gasol með stórleik fyrir Lakers – Carter með 48 fyrir Magic

Pau Gasol átti stórleik þegar hann leiddi LA Lakers til sigurs gegn SA Spurs í nótt, 101-89. Spánverjinn var í lykilhlutverki í fjarveru Andrew Bynum og Kobe Bryant og brást ekki, var með 21 stig, 19 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 varin skot. Honum til aðstoðar voru Ron Artest, Lamar Odom, Derek Fisher og Jordan Farmar sem allir áttu góðan dag í fjarveru Bryants.

Nánar hér að neðan…

 
Spurs byrjuðu betur, en Lakers komust yfir í öðrum leikhluta og héldu frumkvæðinu eftir það.
 
Eftir leikinn sagði Gasol að þetta hafi verið ánægjuleg úrslit. „Þetta hlýtur að hvetja hina strákana í liðinu til dáða að þeir sem hafa ekki fengið að leika mikið stígi svona upp. Þetta var skemmtileg og góð áskorun þar sem við sýndum hörku og lönduðum góðum sigri.“
 
Kobe er enn ekki orðinn góður af ökklameiðslum sem hafa plagað hann síðustu vikur og gæti hann misst af stjörnuleiknum um næstu helgi af þeim sökum.
 
Á meðan þessu fór fram lögðu Orlando Magic New Orleans Hornets að velli, 123-117. Vince Carter átti sinn besta leik um árabil þar sem hann skoraði 48 stig, en Dwight Howard var með 25 og 12 fráköst. Peja Stojakovic var stigahæstur í liði Hornets með 29 stig.
 
Loks unnu Dallas Mavericks Golden State Warriors, 117-127, þar sem Jason Terry skoraði 36 stig fyrir Dallas. Þeir lentu undir en náðu að sýna mikinn styrk á lokamínútunum og landa sigri.
Fréttir
- Auglýsing -