spot_img
HomeFréttirÞjálfararnir tolla ekki hjá Zalgiris

Þjálfararnir tolla ekki hjá Zalgiris

 
Ramunas Bautautas hefur sagt skilið við litháenska liðið Zalgiris en hann er annar þjálfarinn sem fer frá félaginu á þessari leiktíð. Félagið greindi frá þessu í síðustu viku eftir annað tap Zalgiris í röð í undanriðlum Meistaradeildar Evrópu. Þá lá Zalgiris gegn CSKA Moskvu.
Þá hefur yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Algirdas Brazys, einnig tekið föggur sínar en hann er fyrrverandi þjálfari liðsins (2000 og 2003). Við liðinu hafa tekið þeir Darius Maskoliunas og Gvidonas Markevicius en þeir voru í þjálfarateymi Zalgiris undir stjórn Bautautas.
 
Darius og Gvidonas hafa þegar stjórnað einni æfingu hjá Zalgiris en frumraun þeirra fer fram á morgun þegar Zalgiris mætir Unicaja á Spáni.
 
Ljósmynd/ Bautautas er annar þjálfarinn sem litháenska félagið Zalgiris losar sig við þetta tímabilið.
 
Fréttir
- Auglýsing -