Þeir félagar Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon sitja ekki auðum höndum í sænsku úrvalsdeildinni en nú er farið að síga á síðari hlutann hjá þeim köppum þar sem tíu umferðir eru eftir í deildarkeppninni. Bæði Sundsvall og Solna lið Jakobs og Helga standa nokkuð vel að vígi.
Liðin léku bæði í gærkvöldi þar sem Sundsvall mátti þola 89-66 ósigur á útivelli en Solna tapaði naumt 78-80 gegn Boras á heimavelli. Jakob Örn var stigahæstur í liði Sundsvall með 19 stig og 6 fráköst en Helgi Már skoraði 4 stig og tók 6 fráköst fyrir Solna.
Strákarnir verða aftur í eldlínunni í þessari viku en annað kvöld tekur Sundsvall á móti 08 Stockholm og á föstudag mætast eco Örebro og Solna á heimavelli þess fyrrnefnda.
Sem stendur er Solna í 4. sæti deildarinnar með 40 stig og er komið 16 stigum á eftir toppliði Norrköping en Sundsvall erí 3. sætinu með 46 stig, 10 stigum á eftir Norrköping. Plannja vermir 2. sætið með 50 stig en önnur lið í deildinni eru langt á eftir toppliðunum fjórum.



