spot_img
HomeFréttirPálmi með gegn Fjölni: Ingi ég er klár!

Pálmi með gegn Fjölni: Ingi ég er klár!

Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur hafið æfingar á nýjan leik með Iceland Express deildar liði Snæfells að því er fram kemur á heimasíðu þeirra Snæfellinga. Pálmi Freyr var greindur með útbungun í brjóski í neðanverðu baki og hefur því verið frá í 11 vikur frá æfingum og keppni.
Rætt er við Pálma og Inga Þór þjálfara liðsins um málið á heimasíðu Snæfells:
 
,,Ég var nánast búinn að gefa tímabilið uppá bátinn, en innst inni lifði ég í voninni um að þetta tæki skemmri tíma. Þetta er nánast lygilegt hversu skjótan bata ég fékk á nokkrum dögum. Ég fór í sprautumeðferð í lok janúar og það bar ekki árangur á fyrstu vikunni og fékk ég þá þau skilaboð frá lækninum að þetta væri langvarandi meiðsli sem gætu tekið allt að sex mánuðum að ná fullum bata. Ég fór með strákunum til Keflavíkur og á mánudaginn fann ég að ég var verkjalaus og prófaði að fara á æfingu og það var í góðu lagi. Ég ætla hægt af stað og ég veit ekki hvort þetta var sprautumeðferðin eða eitthvað annað sem lagaði verkina. Ég er allaveganna mjög sáttur eftir að hafa setið og horft á í tæpa þrjá mánuði að vera kominn í hópinn og að hita upp með strákunum, Ingi ég er klár! Ég mun halda áfram að fyrirbyggja þessi meiðsli og vona að ég nái fullum bata sem fyrst,“ sagði Pálmi en Ingi Þór hafði þetta um málið að segja.
 
,,Já, Pálmi hringdi í mig á mánudagsmorgun eftir að hafa keyrt úr Reykajvík og sagðist bara vera nokkuð góður, ég hélt að hann væri að búa til eitthvað grín og trúði honum ekki í fyrstu en ég er virkilega sáttur fyrir hans hönd vegna þess að meiðsli reyna mikið á sálarlíf fyrir keppninsfólk. Pálmi er frábær félagi og er áttann laus fyrir kallinn. Ef hann er tilbúinn í búning þá gæti vel verið að við smellum kallinum inná í næstu leikjum,“ sagði Ingi Þór sem nýverið bætti við leikmanni að nafni Martins Berkis sem ætlaður var til þess að fylla skarð Pálma. Berkis þessi gerði fjóra þrista gegn Keflavík í bikarnum síðustu helgi og það í jafn mörgum tilraunum!
 
 
Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson: Pálmi í leik gegn Tindastól fyrr á tímabilinu.
 
Texti: Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -