Jón Arnór Stefánsson lék í tæpar 19 mínútur og gerði 5 stig um helgina þegar lið hans CB Granada hafði nauman 83-80 sigur á Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni.
Jón setti niður 3 af 4 vítum sínum í leiknum en misnotaði 3 þriggja stiga skot og þá setti hann niður 1 af 3 teigskotum sínum í leiknum.
Þrátt fyrir sigurinn er Granada enn í 12. sæti deildarinnar en Jóni og félögum tókst að brúa bilið millum þeirra og Gran Canaria sem er í 10. sæti með 20 stig en CB Granada í 12. sæti með 18 stig. Barcelona leiðir svo deildina með 40 stig eftir 20 sigra en Börsungar hafa aðeins tapað tveimur deildarleikjum í vetur og aðeins tapað einum leik í Meistaradeildinni sem gefur þokkalega mynd af styrkleika spænsku úrvalsdeildarinnar.



